Námskeiðið varhaldið í samvinnu við frístundarheimilið Neðstaland við Fossvogsskólaen hluti þess var unninn í Hákonarlundi við Bústaðaveg. Sex börn í öðrum bekk, þau Emma, Inga, Björk, Hans, Kjartan og Emil tóku þátt í verkefninu sem var unnið út frá hugmyndinni um leynistað - skjól eða virki og var einn slíkur byggður úr greinum á námskeiðinu. Samvinna, sköpun og hugvit voru höfð að leiðarljósi auk þess sem tenging við nánasta náttúru umhverfi nemenda var mikilvæg. Leynistaðurinn stendur enn og er öllum velkomið að kíkja í hann og breyta honum jafnvel efti sínu höfði.