Hildur Bjarnadóttir dósent við myndlistardeild Listaháskóla Íslands opnar einkasýningu í Hverfisgalleríi þann 3. desember kl. 16:00 – 18:00.

Á sýningunni Ígrundað handahóf sýnir Hildur Bjarnadóttir sex ný verk sem unnin voru eftir að vinnu við sýningu hennar Vistkerfi lita sem stendur yfir í vestursal Kjarvalsstaða lauk. Í verkunum í Hverfisgalleríi heldur Hildur áfram að vinna með þá efnislegu nálgun sem er til staðar í Vistkerfi lita og þá upplifun sem felst í samspili verka úr lituðu silki og ofnum málverkum. Við gerð verkanna eru notaðir litir úr plöntum af landspildu hennar í Flóa, ásamt akrýllitum úr túpum.

Hildur Bjarnadóttir (1969) býr og starfar í Reykjavík og í Flóahreppi. Hún lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1992 og útskrifaðist árið 1997 með MFA próf frá nýlistadeild Pratt Institute í Brooklyn, New York. Haustið 2013 hóf Hildur doktorsnám í myndlist við Listaháskólann í Bergen og mun ljúka því í byrjun næsta árs.

Nánari upplýsingar