Í hönnunar- og arkitektúrdeild er boðið upp á bakkalárnám á fjórum námsbrautum og meistaranám í hönnun. Starfshlutfall getur verið 50 eða 100%. Um er að ræða störf í:

  • arkitektúr
  • fatahönnun
  • grafískri hönnun
  • vöruhönnun

Við ráðningu er lagt til grundvallar að umsækjendur séu starfandi hönnuðir, hafi yfirgipsmikla listræna og faglega þekkingu á hönnun og séu virkir þátttakendur í fræða- og fagsamfélagi greinarinnar. Gerð er krafa um meistarapróf eða sambærilega menntun. Leitað er eftir einstaklingum sem hafa umtalsverða kennslureynslu og hafa leiðbeint nemendum á háskólastigi í hönnunarverkefnum.

Umsóknir skulu stílaðar á rektor og skal skila þeim ásamt fylgigögnum  til Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 15. apríl. 

Yfirlit um starfsferil og verk skal einnig skilað á rafrænu formi. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. 

Sjá frekari upplýsingar um skilgreiningar á störfum og kröfur til umsækjenda

Sjá jafnframt upplýsingar um viðmið Listaháskólans um mat á þekkingu og reynslu háskólakennara og reglur um veitingu akademískra starfa á heimasíðu skólans

Gert er ráð fyrir að ráðningar taki gildi frá og með 1. ágúst næstkomandi.

File \u002D Grafísk hönnun

File \u002D Vöruhönnun

File \u002D Fatahönnun

File \u002D Arkitektúr