Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Við ráðningu er lagt til grundvallar að umsækjandi sé starfandi hönnuður, hafi góða listræna og faglega þekkingu á hönnun og sé virkur þátttakandi í fræða- og fagsamfélagi greinarinnar.

Hæfniskröfur: 

  • Sterk fagleg sýn og umtalsverð starfsreynsla á sviði vöruhönnunar
  • Bakkalárnám í hönnun og meistaragráða eða sambærileg menntun
  • Yfirgripsmikil þekking á straumum og stefnum í hönnun
  • Umtalsverð reynsla af kennslu og þróun náms á háskólastigi
  • Góður skilningur á tengslum akademísks og faglegs starfs, rannsókna, hönnunar og kennslu

Æskilegt er að umsækjandi búi yfir þekkingu og reynslu af þverfaglegu starfi og geti leitt verkefni og samstarf innan skóla sem utan. Reynsla af rannsóknum á sviðinu er jafnframt kostur.

Umsókn skal fylgja ítarlegt yfirlit um starfsferil með áherslu á hönnunarstörf og önnur listræn störf. Afrit af útgefnu efni skulu fylgja með umsókninni.

Umsækjandi skal gera skýra grein fyrir kennslustörfum og æskilegt er að kennslumat nemenda fylgi ásamt öðrum upplýsingum er umsækjandi telur að varpi ljósi á reynslu hans og þekkingu gagnvart starfinu og framtíðarþróun þess. 

Háskólakennari tekur þátt í uppbyggingar- og stefnumótandi starfi sem fer fram við deildina í samstarfi við aðra starfsmenn deildarinnar og deildarforseta. Við ráðningu í stöðuna verður m.a. tekið tillit til þess hvaða færni umsækjandi hafi til samstarfs, hæfni til frumkvæðis í starfi og hvernig eiginleikar hans geti nýst til forystustarfa innan skólans.

Starfið felst í kennslu, stjórnun og listsköpun/rannsóknum. Um hlutfall þessara þátta fer eftir nánara samkomulagi. Rektor ræður í starfið í samráði við deildarforseta hönnunar- og arkitektúrdeildar að undangengnu mati dómnefndar sem dæmir um hæfi umsækjenda í samræmi við reglur Listaháskólans um veitingu akademískra starfa. Ráðningin er til þriggja ára.

Umsóknir skulu stílaðar á rektor og skal skila þeim ásamt fylgigögnum til Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 15. apríl. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Yfirlit um starfsferil og verk skal einnig skilað á rafrænu formi. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Sjá upplýsingar um viðmið Listaháskólans um mat á þekkingu og reynslu háskólakennara og reglur um veitingu akademískra