Þar af eru 11 nemendur í námi við hönnunar- og arkitektúrdeild og koma þau frá École Boulle í París, Lahti University of Applied Sciences, Halle University of Art and Design, Stuttgart Academy of Art and Design, Düsseldorf University of Applied Sciences, Hamburg University of Applied Sciences, ESAG Penninghen í París, Falmouth University og Edinburgh College of Art. Tíu nemendur stunda nám við myndlistardeild og koma þau frá Leipzig Academy of Visual Arts, Barcelona University, UdK í Berlín, Funen Art Academy, Chelsea College of Art í London, Valand Academy of Fine Arts, ESBAM í Nantes og Edinburgh College of Art í Skotlandi. Tveir nemendur eru skiptinemar í tónlistardeild og koma þeir frá Prince Clause Conservatory í Groningen og University of Applied Sciences í Vín.

Á sama tíma hafa 17 nemendur haldið utan í skiptinám. Níu nemendur myndlistardeildar stunda skiptinám á eftirtöldum stöðum: Karlsruhe State Academy of Fine Arts, Hamburg Academy of Fine Arts, UdK í Berlín, Academy of Fine Arts í Vín, Universidad de Castilla-La Mancha á Spáni, Royal Academy of Fine Arts í Hag og „La Esmeralda“ listaháskólanum í Mexíkóborg. Sex nemendur hönnunar- og arkitektúrdeildar stunda skiptinám við eftirtalda skóla: Central Academy of Fine Arts í Peking, Falmouth University, ESD í Madrid, Academy of Arts, Architecture and Design í Prag, HDK í Gautaborg og International School of Design í Köln. Tveir nemendur tónlistardeildar stunda skiptnám í Adria Conservatory í Lecce á Ítalíu.

Við hvetjum nemendur og starfsfólk Listaháskólans til að taka vel á móti erlendum skiptinemendum og óskum þess sömuleiðis að okkar stúdentum vegni vel í skiptinámi sínu erlendis.  Meðfylgjandi mynd var tekin í heimboði rektors fyrir erlenda skiptinema s.l. föstudagskvöld.