Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins veitir
styrki til starfsnáms í Evrópu sem nemendur skólans geta nýtt sér á námstíma
og/eða að loknu námi. Vinsældir starfsnáms hafi aukist ár frá ári en á s.l.
skólaári úthlutaði Listaháskólinn alls 18 starfsnámsstyrkjum.

Sem stendur stunda fimm nemendur
sviðslistadeildar starfsnám erlendis sem hluta af námi, ýmist hjá
sviðslistahópum, í leikhúsi eða með leikstjórum í Hollandi, Bretlandi og í
Belgíu. Til viðbótar munu tveir nemendur á sviðshöfundabraut fara í starfsnám á
vormisseri til Danmerkur og Írlands.

Sex útskrifaðir nemendur hafa nú haldið á vit
ævintýranna og þrír til viðbótar eru að undirbúa brottför. Nýlega var birt
viðtal við einn starfsnemanna í veftímaritinu .

Hér verða talin upp nöfn styrkþega eftir
deildum og áfangastaðir þeirra:

Myndlistardeild: Ívar Glói Gunnarsson,
starfsnám hjá Studio Egill Sæbjörnsson í Berlín; Brynjar Helgason, Boekie
Woekie í Amsterdam; Andreas Toriseva, AVL-WERK B.V. í Rotterdam; og Victor
Ocares, Bureau Detours í Árósum.

Tónlistardeild: Sigurbjörn Ari Hróðmarsson,
Konrad von Abel stjórnandi í München; Halldór Smárason, Beat Furrer tónskáld í
Vínarborg; og Elísabet Einarsdóttir, Accademia Teatro alla Scala í Mílanó.

Listkennsludeild: Guðbjörg Hjartardóttir
Leamann, Universitat Autonoma í Barcelona.

Sviðslistadeild: Arnar Dan Kristjánsson,
Teatro dell’Arte í Mílanó.

Myndin sem fylgir fréttinni er af Ívari Glóa
Gunnarssyni og Agli Sæbjörnssyni í Berlín en myndina tók Álfheiður Erla
Guðmundsdóttir fyrir veftímaritið Blæ.