10. nóvember verður opið hús í öllum húsum Listaháskóla Íslands.
Komdu kynntu þér námsframboð LHÍ á opnum degi.
Spjallaðu við nemendur og kennara, skoðaðu inntökumöppur og fáðu að skyggnast inn í tíma.

 

Dagskrá deilda

Tónlistardeild - Skipholti 31

12:45-14:30  Málstofa í tónsmíðum: Errata Collective (Bára Gísladóttir, Haukur Þór Harðarson, Halldór Smárason og Petter Ekman) halda opna málstofu með Load Bang frá New York í stofu 633
14:00- 18:00  Söngmasterklass í flyglasal
15:00-17:00  Fiðlumasterklass í söngstofu
15:15  Kynning á námsleiðum innan tónlistardeildar stofa 648 (efsta hæð)
 
Nemendafélag tónlistardeildar býður gestum upp á kaffiveitingar í nemendarými efstu hæð
 
Fagstjórar eru til viðtals:
Þóra Einarsdóttir: söngur kl. 13-14
Peter Maté: hljóðfæraleikur kl. 14-15
Hróðmar I. Sigurbjörnsson: tónsmíðar kl 15-16
Elín Anna Ísaksdóttir: hljóðfærakennaranám kl. 14-15
 

Sviðslistadeild - Sölvhólsgötu 13

13 – 14 Málstofa - Sölvhóll
14 – 16 Nemendur og starfsfólk situr fyrir svörum - Matsalur
14 – 14::45 Opinn tími – sviðshöfundar á 2 ári / Óhefðbundin leikrými undir stjórn Völu Ómarsdóttur – göngutúr með hópnum – Út úr húsi
15:30 – 16:30 Opinn tími – leikarar á 3 ári /20. öldin undir stjórn Stefáns Halls Stefánssonar - Smiðjan
 

Hönnunar- og arkitektúrdeild - Þverholt 11

Á opnu húsi í Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ verður boðið upp á ferðalag um allar hæðir hússins, gestir fá að skyggnast inn í vinnurými allra námsbrauta, spreyta sig á lágtækni prenti, fá smakk hjá vöruhönnuðum, kíkja inn á verkstæði og margt fleira.
Hægt verður að kynna sér inntökumöppur, hitta kennara og nemendur fá svör við öllum spurningum er varða námið við deildina.

 

Myndlistardeild - Laugarnesvegur 91

13:00 – 16:00   Nemendur verða með leiðsagnir um húsið.
13:00 – 16:00  Inntökumöppur, ferilmöppur og BA ritgerðir verða til sýnis.
14:30 – 15:00   Námskynning BA og MA námsbrauta.
13:00 - 16:00      Verkstæðin verða opin og afrakstur inngangsnámskeiða fyrsta árs verður til sýnis.
13:00 – 16:00     Verk nemenda verða sett upp víðsvegar um húsnæði deildarinnar.
13:00 - 16:00               Vídjóverk eftir nemendur verða sýnd í fyrirlestrarsal.
Einkasýningar 3. árs nemenda verða opnar í sýningarýmum innan skólans:
Nafli: Guðný Sara Birgisdóttir.
Kubbur: Hillevi Högström
Hulduland: Valur Hreggviðsson
Og síðast en ekki síst. Málmsmíðaverkstæðið býður upp á logsoðnar flatkökur.

 

Heitt verður á könnunni og sætur moli í boði í öllum deildum.