Hádegisfyrirlestur // Benedikt Kristjánsson

Hádegisfyrirlestur tónlistardeildar
Benedikt Kristjánsson
2.febrúar kl.12:45 í Dynjanda, Skipholti 31.

Fyrsti hádegisfyrirlestur tónlistardeildar LHÍ fer fram í Dynjanda þann 2.febrúar kl.12:45.
Gestur okkar að þessu sinni er söngvarinn Benedikt Kristjánsson. Benedikt mun fjalla um störf sín sem staðarlistamaður í Bonn á Beethoven hátíðinni árið 2022. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

 

Gleym mér ei // röð hádegistónleika í Hafnarhúsinu

Gleym mér ei hádegistónleikaröð
7.febrúar - 20.mars 2024

Nemendur í söng og hljóðfæraleik við tónlistardeild
Listaháskóla Íslands gleðja gesti og gangandi með ljúfum hádegistónum á miðvikudögum í Hafnarhúsinu - Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Tónleikaröðin ber titilinn Gleym mér ei og er fastur liður á hverju misseri. Efnisskráin fléttast í kringum hin ýmsu viðfangsefni hverju sinni allt frá miðaldartónlist til söngleikja nútímans.
Tónleikaröðin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

Bátur, setning, þriðjudagur // BA myndlistarnemar á Seyðisfirði

Verið velkomin á sýningaropnun myndlistarnema LHÍ í Skaftfelli á föstudaginn 26. janúar klukkan 17.00 til 20.00 í galleríi Skaftfells.
 
Sýningin 'Bátur, setning, þriðjudagur' er afrakstur tveggja vikna dvöl myndlistarnema úr Listaháskóla Íslands á Seyðisfirði þar sem hópur þriðja árs nema hafa unnið hörðum höndum undir leiðsögn Gunnhildar Hauksdóttur myndlistamanns, sem dvaldi sjálf á Seyðisfirði árið 2001 ásamt samnemendum sínum í LHÍ þegar sambærileg vinnustofudvöl var haldinn í fyrsta sinn undir handleiðslu Björns Roth.

Vinnustofa í borginni

Við dvöldum í húsum sem hafa færst um set og hvert skráargat á sína sérstöðu. Jörðin snýst um möndul sinn einu sinni á sólarhring en við … já við og við búum yfir djúpsálarlegum tíma. Eins skips skaði verður að annarra manna listasmíði og viðinn hríðrekur að landi. Milljón jarðir komast fyrir í sólinni og engin manneskja hefur setið á sama stað. Héðan úr staðgnóttinni glittir í staðfestur – héðan er alls að vænta.
 

Farvegir og Form - FF23384295U

Verið velkomin á útgáfuhóf 3.árs nema í grafískri hönnun þar sem bók, vefsíða og verk nemenda verða til sýnis. Vinnan er niðurstaða úr námskeiðinu Farvegir og Form sem kennt var í fjórða sinn nú fyrir áramót. 

Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Útgáfan er liður í að varpa ljósi á rannsóknina, dýpka hana og skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim fundin viðeigandi farvegur.