Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Nýtt rannsóknarnám í listum og listfræði

  • 4.október 2024

Ráðið hefur verið í tvær stöður doktorsnema í tengslum við nýtt rannsóknarnám í listum og listfræði á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Listasafns Íslands. Það eru þær Berglind Jóna Hlynsdóttir og Sigríður Regína Sigurþórsdóttir sem hlutu ráðningu og munu rannsóknir þeirra beinast að tímatengdum miðlum, verkum úr safneign Listasafns Íslands, þar á meðal Vasulka arkífinu sem varðveitt er í Listasafni Íslands.

Nýja rannsóknarnámið hlaut veglegan þróunarstyrk til tveggja ára við aðra úthlutun úr Samstarfi háskólanna á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins vorið 2024. Verkefnisstjórar námsins eru Æsa Sigurjónsdóttir, prófessor í listfræði við Íslensku- og menningardeild HÍ, Bryndís Snæbjörnsdóttir, gestaprófessor við Listaháskóla Íslands og Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands.