Fornafn: 
Peter
Eftirnafn: 
Máté

Peter Máté er prófessor og fagstjóri hljóðfæranáms við Listaháskóla Íslands. Hann hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og verið afar virkur sem píanóeinleikari, hvort tveggja einn síns liðs auk þess sem hann hefur leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum víða um heim og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Peter hefur einnig kennt masterklassa við fjölda erlendra háskóla og tónlistarskóla á Íslandi auk þess sem hann hefur tekið að sér dómarastarf við píanókeppnir.

Tónlist er alþjóðlegt tungumál, sem við getum öll skilið, en það þarf langt nám, þjálfun og reynslu til að geta talað á því. Tónlistarnám er erfitt, skemmtileg og gefandi. Það krefst þolinmæðis, úthalds, daglegrar líkams- og hugarvinnu. Markmiðið er hátt sett: Að tala á tungu tónlistarinnar til að geta gefið öðrum gleðina, bætt líf þeirra, sameinast í kærleik. Sem flytjandi vil ég gefa hlustendum mínum tækifæri til að njóta tónlistar, sem kennari langar mig að sýna nemendum mínum veginn sem leiðir til betri þekkingar og dýpri skilnings á henni.

 

 

Staða: 
Deild á starfsmannasíðu: