Fornafn: 
Sigrún Alba Sigurðardóttir

Sigrún Alba er dósent við Svið arkitektúrs, hönnunar og myndlistar. Hún hefur kennt menningarfræði, ljósmyndafræði, borgarfræði og aðrar fræðigreinar við LHI frá árinu 2005, auk þess að leiðbeina nemendum í hönnunargreiningu og við ritgerðarskrif á BA og MA stigi. Sigrún Alba var lengi fagstjóri fræðigreina í hönnunar- og arkitektúrdeild og um tíma einnig fagstjóri fræðigreina í myndlistardeild. Hún var forseti forseti hönnunar- og arkitektúrdeildar 2018-2020 og starfandi deildarforseti 2014-2015 og vorið 2017.

Sigrún Alba er með er með cand.mag. próf í menningarfræði og menningarmiðlun frá Kaupmannahafnarháskóla en hefur einnig lagt stund á sagnfræði og bókmenntafræði. Hún hefur gefið út fjölda fræðigreina og bóka, og má þar m.a. nefna bækurnar, Snert á arkitektúr (2017), Afturgöngur og afskipti af sannleikanum (2009) og Endurkast. Íslensk samtímaljósmyndun (2006). Nýjasta bók hennar er Fegurðin er ekki skraut. Íslensk samtímaljósmyndun kom út 2020 en henn ritstýrði hún í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur.

Í rannóknum sínum hefur Sigrún Alba lagt áherslu á að tengja saman ólíkar fræðigreinar, s.s. heimspeki, listfræði og menningarfræði, og vinna úr hefðbundum fræðitextum á skapandi hátt og þá gjarnan í samstarfi við listamenn og hönnuði. Sigrún Alba vinnur nú að bók um ljóðrænt raunsæi í norrænum ljósmyndum í samhengi nýrra viðhorfa til umhverfismála og sambands manns og náttúru.

Sigrún Alba hefur einnig unnið að sýningargerð og textaskrifum í samstarfi við ljósmyndara, hönnuði og myndlistarmenn og starfað sem sýningarstjóri og sett upp sýningar, m.a. í Listasafni Íslands, Þjóðminjasafni Íslands, Listasafni Árnesinga og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Árið 2018 var Sigrún Alba sýningarstjóri sýningarinnar Lífsblómið. Fullveldi Íslands í 100 ár í Listasafni Íslands.