Fornafn: 
Edda Kristín Sigurjónsdóttir

 

Edda hefur starfað við þróun og framleiðslu stórra og smárra verkefna hjá Nýlistasafninu, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Hönnunarmiðstöð auk aðstoðarsýningarstjórnunar og framleiðslu Sequences myndlistarhátíðar, og við eigin verk að mestu undir merkjum Slíjms. Áhugasvið og rannsóknarefni hennar eiga rætur í hugmyndum um hlutverk gestgjafans og mat sem efnivið, mikilvægi gagnrýnnar hugsunar, virkni ímyndunaraflsins og vöknunar skilningarvitanna. Ásamt Kristínu Gunnarsdóttur stofnaði hún flæðieininguna Slíjm árið 2012 og hefur í hennar merkjum og anda framleitt fjölda verkefna. Edda hóf nám í Edinburgh College of Art og lauk MA prófi í Interaction Design frá Malmö háskóla 2009.

slijm.re

Deild á starfsmannasíðu: