Fornafn: 
Eva María Árnadóttir
Eva María Árnadóttir, sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar.
Eva María Árnadóttir lauk MSc gráðu í stjórnun fyrirtækja frá Stockholm School of Economics og BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands.
Hún starfaði sem yfirhönnuður, framleiðslustjóri og vöruþróunarsérfræðingur hér á landi og erlendis á árunum 2009 – 2017.
Eva María hefur starfað fyrir Listaháskólann frá árinu 2011, fyrst sem stundakennari, leiðbeinandi og í inntökunefndum og frá árinu 2017
sem aðjúnkt í fatahönnun þar sem hún hefur m.a. lagt áherslu á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar en auk þessa hefur hún starfað sem fagstjóri
námsbrautar í fatahönnun og sem verkefnastjóri hönnunar- og arkitektúrdeildar.
Eva María situr í fagráði Fatahönnunarfélags Íslands og í stjórn Rannsóknarstofu í textíl hjá Menntavísindastofu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Jafnframt er Eva María fyrrum formaður Hollnemafélags LHÍ og sat m.a. fyrir hönd þess í fagráði Listaháskólans.

 

Deild á starfsmannasíðu: