Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem vilja skapa gagnvirkt og/eða margmiðlunarverk. Námskeiðið er valnámskeið á BA stigi tónlistardeildar.

Nemendum verður skipt upp í hópa og unnið allan daginn í nokkra daga að gagnvirku og/eða margmiðlunarverki sem verður sýnt við lok námskeiðsins. Kennarar ganga á milli hópa og veita leiðbeiningar. Meðfram verða haldnir fyrirlestrar listamanna úr ólíkum geirum og sóttir viðburðir á Raflost raflistahátíðinni. Að lokum er skilað inn “dokúmentasjón” af verkinu.
 
Námsmat: Verkefni í lok námskeiðs 70%. Mæting 20%, smáverkefni í upphafi námskeiðs 10%.

Kennarar: Áki Ásgeirsson, Jesper Pedersen, Ríkharður H. Friðriksson

Staður og stund: Nánari upplýsingar síðar.

Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.

Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum).

Forkröfur: Engar.

Nánari upplýsingar:  Elín Anna Ísaksdóttir, verkefnisstjóri tónlistardeildar. elinanna@lhi.is.