Silk er leturfjölskylda sem samanstendur af þremur meginflokkum: serif, sans og semisans sem liggur mitt á milli hinna tveggja. Hver flokkur inniheldur skáletraða útgáfu og allar gerðir letursins eru hannaðar í fjórum þykktum: light, regular, medium og bold. Markmiðið við hönnun Silk er að allar útgáfurnar passi vel saman í samfelldum texta og að letur í svipaðri þykkt sýni sama týpografíska litinn. Silk er hannað með það fyrir augum að letrið fari vel á síðum tískutímarita, sé fíngert og auðlæsilegt en umfram allt fágað.

Rakel Tómasdóttir, by ilmurdogg