Rannsóknaþjónustan er eitt af stoðsviðum Listaháskólans og hefur það hlutverk að auka veg rannsókna vil skólann og þar með stuðla að nýsköpun þekkingar á fræðasviðinu listir.
 
Eitt aðalhlutverk hennar er að aðstoða við fjármögnun rannsóknar- og samstarfsverkefna sem unnin eru innan vébanda skólans auk þess að veita ráðgjöf og leiðbeina við umsóknarskrif og kostnaðaráætlanir í samkeppnissjóði.
 
Rannsóknaþjónustan hefur einnig það hlutverk að miðla og kynna þau rannsóknar- og listsköpunarverkefni sem unnin eru innan skólans með því að standa að uppbyggingu gagnagrunns þar að lútandi.
 
Þar að auki aðstoðar rannsóknaþjónustan við tengslamyndun og aflar sambanda til samstarfs um rannsóknir í listum, hvort sem er hérlendis eða erlendis.