Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

RIFF 2024: Nemendur kvikmyndalistadeildar hlutu verðlaun fyrir bestu nemastuttmyndirnar

  • 15.október 2024

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF fór fram á dögunum en hátíðin er meðal stærstu og fjölbreyttustu menningarviðburða í landinu og var nú haldin í 22. sinn. Dagskráin setur ungt kvikmyndagerðarfólk og framsækna kvikmyndagerð á oddinn og í ár var fjöldi fulltrúa frá LHÍ meðal þátttakenda.

Á hátíðinni eru veitt verðlaun fyrir besta framlagið í ýmsum flokkum og er okkur sönn ánægja að greina frá því að nemendur kvikmyndalistadeildar LHÍ hlutu bæði verðlaunin í flokki nemastuttmynda.

Alfreð Hrafn Magnússon

Svefngengill og Leik lokið bestu nemastuttmyndirnar

Myndirnar Svefngengill og Leik lokið urðu fyrir valinu í ár í flokknum nemastuttmyndir RIFF 2024 og eru báðar úr smiðju nemenda kvikmyndalistadeildar LHÍ.

Alfreð Hrafn Magnússon er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Svefngengill sem dómnefnd RIFF lýsir sem áhrifaríkri mynd með tilraunakenndri nálgun sem heldur áhorfandanum frá upphafi til enda. Þá fær Alfreð mikið lof dómnefndar fyrir gott vald á litbrigðum og myndmáli. Salvör Bergmann er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Leik lokið. Hún fær sömuleiðis mikið lof fyrir litbrigði og stíl og sögð eiga framtíðina fyrir sér í leikstjórn.

Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með árangurinn, framtíðin er björt.

Salvör Bergmann