(ENGLISH BELOW)
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar fimmtudaginn 9. janúar klukkan 8:30 – 10 í húsakynnum CCP að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Skapandi aðferðafræði. Fundurinn verður haldinn á ensku og erindum verður streymt á Facebook.
Á fundinum mun Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CCP, tala um samstarf CCP við ýmsar alþjóðlegar rannsóknastofnanir og hvernig aðferðir leikjageirans hafa nýst þeim. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um mikilvægi félagslegs andrúmslofts, í formi félagslegra töfra, sem hann hefur greint með sjónrænni félagsfræði í bók sinni Sjáum samfélagið. Katrín Ólína Pétursdóttir, hönnuður og forseti hönnunardeildar LHÍ, mun fjalla um verkefnið Primitiva, rannsóknarverkefni í skartgripahönnun sem sameinar skapandi hugsun og stafræna tækni. Hún mun segja frá því hvernig tilraunir og frásagnarlist í mismunandi miðlum á ferli hennar áttu þátt í að móta skartgripalínu hennar.
Í kjölfar erinda verður opnað fyrir umræður meðal fundargesta sem Anna Hildur Hildibrandsdóttir stýrir.
Samtal um skapandi greinar er röð óformlegra funda sem RSG stendur að í samvinnu við CCP. Með fundaröðinni vill RSG skapa samræðuvettvang áhugafólks um skapandi greinar með því að tengja saman hagaðila í einkageiranum, akademíunni og frá stofnunum og stjórnsýslunni og efla þannig umræðuna um menningu og skapandi greinar.
Athugið að sætaframboð er takmarkað. Skráningu lýkur kl. 12 miðvikudaginn 8. janúar.
CCP býður fundargestum upp á kaffi og léttan morgunverð.
Hlökkum til að sjá ykkur!
—
The Creative Industries Research Center (RSG), in collaboration with CCP, invites you to a discussion on creative industries on Thursday, January 9th from 8:30 AM to 10:00 AM at the CCP offices at Bjargargata 1, 102 Reykjavik. The topic of this meeting is Creative Research Methods. The meeting will be held in English and the presentations will be streamed on Facebook.
Bergur Finnbogason, creative director at CCP, will talk about CCP’s collaboration with various international research institutions and how methods of the gaming industry have benefited them. Viðar Halldórsson, sociology professor at the University of Iceland, will focus on the importance of social atmosphere, in the form of social magic, which he has analyzed through visual sociology in his book Unveiling the Invisible. Katrín Ólína Pétursdóttir, designer and Head of Design Department of IUA, will explore the evolution of Primitiva, a jewellery design project that blends creativity and machine precision, and share how years of experimentation and storytelling shaped her symbolic jewellery collection.
Following the presentations, attendees are invited to participate in a discussion on the subject, led by Anna Hildur Hildibrandsdóttir.
Dialogue on Creative Industries is a series of informal meetings organized by RSG in collaboration with CCP. Through this series, RSG aims to create a forum for discussion among those interested in creative industries by connecting stakeholders from the private sector, academia, as well as institutions and government, and thereby promoting the dialogue on culture and creative industries.
Note that seating is limited. Registration closes at 12 PM on Wednesday, January 8th
.
CCP will provide coffee and a light breakfast to attendees.
Hope we will see you there!