Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Sigurvegarar Ungra einleikara 2025

  • 8.janúar 2025

Árlegri keppni Ungra einleikara lauk í gær, þriðjudaginn 7. janúar 2025, að lokinni seinni umferð í Kaldalóni. Þar komu sjö keppendur fram fyrir fimm manna dómnefnd og eftir standa þrír sigurvegarar. Dómnefnd skipuðu þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari og formaður dómnefndar, Tryggvi M. Baldvinsson, listrænn ráðgjafi SÍ, Sigurður Bjarki Gunnarsson, sellóleikari, Mathias Halvorsen, píanóleikari og Guðrún Ólafsdóttir, söngkona.

Ungir einleikarar er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og LHÍ en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveitinni. Umsóknir í keppnina í ár voru 19 talsins og hópur þátttakenda afar fjölbreyttur að vanda.

 

Sigurvegarar Ungra einleikara 2025 

Þrír einleikarar báru sigur úr bítum að þessu sinni og munu því flytja einleik með sinfóníuhljómsveitinni í apríl næstkomandi. Hér að neðan má sjá nöfn sigurvegara og verkin sem þau munu flytja.

Bjargey Birgisdóttir, fiðla
fiðlukonsert nr 2 í g-moll eftir Prokofiev

Katrín Birna Sigurðardóttir, selló
Rococo tilbrigðin op. 33 eftir Tchaikovski

Steinn Völundur Halldórsson, básúna
konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Henri Tomasi

Við óskum sigurvegurunum þrem innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að að sjá þau á stóra sviðinu í Eldborg en tónleikarnir fara fram þann 25. apríl 2025 kl.19:30. Stjórnandi er Mirian Khukhunaishvili.