Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Sneiðmynd 2024-25

  • 24.september 2024

Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar arkitektúr- og hönnunardeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni. 

Öflugt rannsóknarstarf kennara við arkitektúr- og hönnunardeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar. Þau miðla sinni sköpun og þekkingar til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. 

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta. 

Sneiðmynd skóaárið 2024-25 hefst 17. október næst komandi, allir fyrirlestrar fara fram á fimmtudögum kl 12:15 – 13:00 í Bratta, Stakkahlíð 1.

Dagskráin er eftirfarandi:

17. október

Thomas Pausz MA RCA. Associate Professor, MA Design & New Environments. 

14. nóvember

Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og lektor við Hönnunardeild 

23. janúar

Birta Fróðadóttir arkitekt og lektor við arkitektúrdeild 

13. mars

Hrefna Sigurðardóttir lektor í grafískri hönnun 

10. Apríl

Óskar Örn Arnórsson lektor og fagstjóri fræða í arkitektúr