Sóley Þráinsdóttir
Afleikir hreinleikans
Vöruhönnun

Í verkefninu Afleikir hreinleikans er leikið með orðið og athöfnina „að hreinsa“ til þess að varpa ljósi á vannýttar náttúruauðlindir og iðnaðarúrgang.

Hreinlæti er talið eftirsóknarverður hluti af hinu daglega lífi þar sem óhreinindi eru jafnan fjarlægð úr umhverfi okkar. Í því samhengi er hægt að tala um hreinlætismenningu sem skapar ógrynni af kemískum hreinsivörum og tólum til hreinsunar. Innflutningur á slíkum vörum er mest megnis fólginn í vörum úr vatni, plasti og efnum af óþekktum uppruna.
Með svipuðum hætti eru staðbundin hráefni „hreinsuð burt“ í iðnaðarframleiðslu og þeim sólundað.

Rannsakaðir voru hugsanlegir nýtingarmöguleikar þessara hráefna í sjálfbæru samhengi hreinlætisvara.