Markmið Starfsþróunarsjóðs akademískra starfsmanna er að auðvelda kennurum skólans að sinna sérverkefnum í grein sinni og sækja námskeið eða endurmennta sig á sínu sérsviði. Sérverkefni kennara geta verið verkefni sem tengjast listsköpun, rannsóknum, tengslamyndun eða kynningu á listgrein viðkomandi.

Meðal efnisþátta sem sjóðurinn styrkir er þátttaka í námskeiðum, ráðstefnum og sýningum, miðlun og listflutningur á opinberum vettvangi, fyrirlestrahald utan skólans, kynnisferðir og kynningarstarf, og tengslamyndun. Í þessu felst að sjóðurinn veitir styrki vegna ferðakostnaðar, námskeiðsgjalda, ráðstefnugjalda, og styrki til sjálfstæðra verkefna kennara sem spretta af listsköpun þeirra og/eða fræðilegum störfum. Verkefnin skulu vera skýrt skilgreind og með afmarkandi tímasetningum.

Auglýst er tvisvar á ári úr sjóðnum, að jafnaði í upphafi hverrar annar. Rétt til styrkveitingar hafa fastráðnir akademískir starfsmenn, auk stundakennara sem kenna a.m.k. 50 stundir þá önn sem sótt er um.

Næsti umsóknarfrestur er 24. janúar 2018

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið gkr@lhi.is