Ljósritun:

Hægt er að ljósrita í tölvustofu. Nemendur verða sjálfir að koma með ljósritunarpappír.

Prentkvóti:

Nemendur í hönnunar-og arkitektúrdeild hafa 1800 punkta prentkvóta á önn.

Útlán tækja - hjá þjónustufulltrúa:

Tæki eru lánuð til nemenda í sólarhring í senn, með möguleika á framlengingu. Nemendur bera fulla ábyrgð á þeim tækjum sem þeir fá að láni hjá skólanum, og skrifa undir samning þar af lútandi við hvert tækjalán.

Matsalan:

Matsala fyrir nemendur og starfsfólk er á jarðhæð í  Þverholti er opin frá kl. 9.00–13.00 alla virka daga. Hádegismatur er framreiddur frá kl. 12.00–13.00.