Á Íslandi hyljum við okkur oftar en ekki mikið vegna kaldrar veðráttu og undirlögin fá því sjaldan að njóta sín. Í sundlaugum landsins ríkja þó aðrar reglur en laugarnar eru nýttar allan ársins hring óháð veðri og vindum. Það er ekki víða hægt að finna jafn mikla og sérstæða sundlaugamenningu enda sundlaugarnar kannski flótti Íslendinga frá kuldanum. Innblástur er sóttur í þessa menningu og stemmninguna sem myndast í sundlaugunum og einnig í formin sem þar finnast.