Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Þorbjörg Daphne Hall orðin prófessor í tónlistarfræðum

  • 19.desember 2023

Þorbjörg Daphne Hall hlaut á dögunum framgang í stöðu prófessors í tónlistarfræðum við tónlistardeild.

Þorbjörg Daphne Hall, hefur starfað við tónlistardeild Listaháskóla Íslands síðan 2010. Hún lauk doktorprófi frá Háskólanum í Liverpool þar sem hún fjallaði um togstreitu milli hinna ólíku frásagna um „hið íslenska“ í dægurtónlist á Íslandi nútímans. Þorbjörg vinnur nú að bók um íslensku tónlistarsenuna sem mun koma út hjá Bloomsbury. Hún vinnur einnig að rannsóknarverkefni um íslenska jazztónlist (1930-2010) ásamt Ásbjörgu Jónsdóttur og rannsókn á félagslegum áhrifum á skapandi tónlistarsmiðjum ásamt Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths. Hún ritstýrði bókinni Sounds Icelandic sem kom út hjá Equinox Publishing 2017 ásamt Nicola Dibben, Árna Heimi Ingólfssyni og Tony Michell. Þorbjörg hefur gefið út greinar og haldið fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum um íslenska tónlist, tónlist og þjóðerniskennd, kvikmyndina Heima eftir Sigur Rós og um tónlist í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið einn af ritstjórum Þráða, tímariti tónlistardeildar LHÍ frá 2016.

Við óskum Þorbjörgu innilega til hamingju.