thorunnmaria [at] simnet.is
LEIÐBEINENDUR: Ásthildur Jónsdóttir og Ellen Gunnarsdóttir

Umfjöllunarefni meistararitgerðarinnar er starfendarannsókn sem höfundur framkvæmdi yfir þrjár annir. Markmið hennar var að kanna og þróa starfshætti rannsakanda í því augamiði að auka þátt skapandi nálgunar í verkefnum nemenda í hönnunargreinum Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Í því ljósi er fjallað um mikilvægi skapandi skólastarfs með vísan í Aðalnámskrá frá 2011 og kenningar ýmissa fræðimanna sem benda á mikilvægi sköpunar og skapandi hugsunar fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið allt. Í ritgerðinni er m.a. fjallað um skilgreiningar á skapandi hönnunarferli, kenningar um sundurleitna og samleitna hugsun, mikilvægi flæðis, leiks og tilrauna í skólastofunni og fjallað er um kenningar er lúta að trú kennara á eigin getu. Jafnframt eru kenningar rússneska sálfræðingsins Vygotskys skoðaðar í ljósi rannsóknarinnar. Helstu gögn starfendarannsóknarinnar voru rannsóknardagbók, myndir, óformleg samtöl og spurningalistar sem lagðir voru fyrir nemendur ásamt kennsluáætlunum sem gerðar voru fyrir áfangana sem rannsóknin tók yfir bæði fyrir og á meðan á henni stóð. Niðurstöður rannsóknarinnar benda ótvírætt til þess að með breyttum starfsháttum hafi tekist að efla þátt skapandi nálgunar í námi.

Þáttur leiks og tilrauna í skólastofunni var aukinn, sköpuð voru skilyrði fyrir skapandi flæði og áherslum í verkefnum og í námsmati var breytt til að skapa aðstæður fyrir leik og tilraunir.

Jafnframt virðist trú rannsakanda á eigin getu hafa aukist með auknum þætti sköpunar í námi. 

 

To activate the creative Switch
The M.A. thesis reports an action research study carried out by the researcher over a period of three semesters. The objective of the study was to examine and develop the researcher’s procedure with the aim of increasing the role of creativity in student assignments in design courses at Gardabaer College. The importance of creativity in learning is discussed with reference to the 2011 National Curriculum and to scholarly theories on the significance of creativity and creative thought for the individual and for society as a whole. The thesis takes into account definitions of the creative design process, theories of divergent and convergent thinking, the role of flow, play and experimentation in the classroom, and theories of teacher self-efficacy. The theories of the Russian psychologist, Vygotsky, are also discussed in the context of the study. The main data of the action research study were a research diary, photographs of student work, informal conversations and questionnaires given to students, as well as course plans made for the courses under consideration in the study both prior to and during the study. The results of the study point conclusively to new procedures having successfully increased creativity in learning.

The role of play and experimentation in the classroom was increased, conditions for creative flow were created, and a change in emphasis in assignments and assessment allowed for play and experimentation.

At the same time, there was evidence that the researcher’s self-efficacy increased through the increased emphasis on creativity in learning.