Hjá tónlistardeild er kenndur hljóðfæraleikur, söngur, tónsmíðar, skapandi tónlistarmiðlun og kirkjutónlist auk þriggja námsbrauta í meistaranámi, í tónsmíðum, í hljóðfærakennslu og í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi.

Tónlistardeild Listaháskólans er æðsta tónmenntastofnun landsins og vinnur samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður.

Höfuðáhersla tónlistardeildar er að innsæi og forvitni er drifkraftur sköpunar. Deildin hefur sérstöðu í framsæknu námi sem byggir á hefð, sögu, þekkingu og tækni. Markmið deildarinnar er að stuðla að þroska og efla nemendur til sjálfstæðis með sterka vitund fyrir nýsköpun, samfélagi og samstarfi.

Hlutverk tónlistardeildar er að mennta tónlistarmenn og undirbúa þá fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Markmiðið er að þeir tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð, auki við þekkingu sína og færni og rækti sjálfa sig sem sjálfstæða listamenn. Námið skal standast alþjóðlegar kröfur og taka mið af fjölbreyttum verkefnum tónlistarmanna í tónlistarflutningi, nýsköpun og við kennslu.

Útskrifaðir nemendur tónlistardeildar eiga að vera afl sem auðgar samfélagið.