Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Hátíðin
2024

Hátíðin saman stendur af níu tónleikum þar sem píanóverk eftir 33 íslensk tónskáld verða flutt ásamt  fyrilestrum um tónskáldin Þorkel Sigurbjörnsson og Jórunni Viðar.
Eins verða flutt erindi um píanótækni í íslenskum píanóverkum og einkenni íslenskra píanóverka. Þá mun Tónlistarmiðstöð og Polarfonia kynna nótna- og hljóðritaútgáfur íslenskra píanóverka.  

Dagskrá hátíðarinnar fer fram á fjórum stöðum í Reykjavík þ.e. Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist, Hannesarholti og Salnum í Kópavogi. 

Um 50 flytjendur,  kennarar og nemendur frá tónlistarskólum landsins taka þátt í hátíðinni en erlendir heiðursgestir eru:
Dr. Kristín Jónína Taylor frá University of Nebraska Omaha
Domenico Codispoti frá Conservatorio Guido Cantelli in Novara, Ítalíu. 

Stjórn og skipulagsnefnd hátíðarinnar skipa:
Peter Máté
Nína Margrét Grímsdóttir
Erna Vala Arnardóttir


Hátíðin er styrkt með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.