Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuHátíðin saman stendur af níu tónleikum þar sem píanóverk eftir 33 íslensk tónskáld verða flutt ásamt fyrilestrum um tónskáldin Þorkel Sigurbjörnsson og Jórunni Viðar.
Eins verða flutt erindi um píanótækni í íslenskum píanóverkum og einkenni íslenskra píanóverka. Þá mun Tónlistarmiðstöð og Polarfonia kynna nótna- og hljóðritaútgáfur íslenskra píanóverka.
Dagskrá hátíðarinnar fer fram á fjórum stöðum í Reykjavík þ.e. Listaháskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist, Hannesarholti og Salnum í Kópavogi.
Um 50 flytjendur, kennarar og nemendur frá tónlistarskólum landsins taka þátt í hátíðinni en erlendir heiðursgestir eru:
Dr. Kristín Jónína Taylor frá University of Nebraska Omaha
Domenico Codispoti frá Conservatorio Guido Cantelli in Novara, Ítalíu.
Stjórn og skipulagsnefnd hátíðarinnar skipa:
Peter Máté
Nína Margrét Grímsdóttir
Erna Vala Arnardóttir
Hátíðin er styrkt með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.