Slagharpan syngur 2024 – Um hátíðina

Um hátíðina

Slagharpan syngur

íslensk píanóhátíð 

Slagharpan syngur er íslensk píanóhátíð stofnuð árið 2024. Á hátíðinni er íslensk píanótónlist í forgrunni frá hinum ýmsu tímabilum. Hátíðin saman stendur af fjöbreyttum viðburðum s.s. tónleikum, fyrirlestrum og kynningum. 

Fjölmennur hópur nemenda og kennara frá tónlistarskólum landsins koma fram á hátíðinni ásamt erlendum gestum og heiðursgestum. Hátíðin er opin öllum og aðgangur á alla viðburði ókeypis.

Stjórn og skipulagsnefnd hátíðarinnar skipa Peter Máté, Dr. Nína Margrét Grímsdóttir og Erna Vala Arnardóttir píanóleikarar.