Vinnustofan Traditions and Innovation var þriggja ára samstarfsverkefni sem hófst árið 2015 og var styrkt af Cirrus, samtökum hönnunarháskóla á Norðurlöndunum. Auk Listaháskóla Íslands tóku þátt í verkefninu University of Lappland og Estonian Academy of Arts en þema verkefnisins var dýraúrgangur og -afurðir.
Nemendum og kennurum skólanna þriggja gafst kostur á að taka þátt í vinnustofu sem hver skóli hafði umsjón með í sínu landi, þrjú ár í röð.
 
Í Lapplandi var sjónum beint að hreindýrinu, í Eistlandi var pergamentið krufið og á Íslandi var viðfangsefnið íslenski hesturinn. Hver vinnustofa samanstóð af fyrirlestrum, heimsóknum á býli, söfn og til framleiðsluaðila auk hópavinnu og lokakynningar.

Lappland 2015

Lappland 01 from Tinna Gunnarsdóttir on Vimeo.

Eistland 2016

CIRRUS Traditions and Innovation II / Nordplus Higher Education from Eesti Kunstiakadeemia on Vimeo.

Ísland 2017

Iceland from Tinna Gunnarsdóttir on Vimeo.