Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

UNGIR EINLEIKARAR 2025 Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2024

  • 13.ágúst 2024

Nokkuð löng hefð er fyrir því að ungt tónlistarfólk stigi á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og þreyti frumraun sína í hlutverki einleikara eða -söngvara með hljómsveitinni.  Keppnin fer nú fram í tuttugasta sinn og umsóknarfrestur er til og með 1. október 2024.

Keppnin fer fram í tveimur umferðum og er opin nemendum 30 ára og yngri sem stunda nám í hljóðfæraleik eða söng á óháð skólastigi og eru íslenskir ríkisborgarar eða erlendir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir á Íslandi í a.m.k. eitt ár. Í fyrri umferð eru þátttakendur metnir eftir innsendum myndbandsupptökum og í framhaldinu eru 8-10 keppendur boðaðir í seinni umferð þar sem þátttakendur flytja einleik fyrir dómnefnd.

Allir umsækjendur eru beðnir um að kynna sér reglur keppninnar vel en rafrænt umsóknarform má nálgast hér að neðan. Tengiliður keppninnar er verkefnastjóri tónlistardeildar LHÍ Sunna Rán Stefánsdóttir (sunnaran@lhi.is).