Bakkalárnám

Við mat á útskriftarverkefni skal vera matsnefnd eða utanaðkomandi prófdómari. Í matsnefnd skal vera a.m.k. einn utanaðkomandi prófdómari sem er formaður nefndarinnar. Deildarforsetar skipar í matsnefnd í samráði við deildarráð. Gefnar eru út reglur um störf matsnefnda og prófdómara. Hafi nemendur athugasemdir við framkvæmd matsins geta þeir óskað eftir skýringum í skriflegu erindi til viðkomandi deildarforseta.

Nemendur sem ekki una mati dómnefndar geta sent skriflegar og rökstuddar athugasemdir í undirrituðu bréfi til deildarforseta innan fimm daga frá því að einkunn þeirra er birt og óskað eftir að nefndin endurskoði úrskurð sinn. Deildarforseti skal svara athugasemdum nemendans innan tíu daga eftir að þær berast. Eftir það eru niðurstöður prófdómenda endanlegar.

Sérstakar reglur eru gefnar út um skil og framkvæmd verklegs hluta lokaverkefna.

Meistaranám

Sérstök matsnefnd sem hefur það hlutverk að meta stöðu nemandans með tilliti til námsframvindu og undirbúnings fyrir lokaverkefni starfar innan meistaranáms hverrar deildar. Í nefndinni eiga sæti tveir kennarar deildarinnar og einn utanaðkomandi. Deildarforseti skipar í nefndina. Nefndin hefur það hlutverk að meta stöðu nemandans með tilliti til námsframvindu og undirbúnings fyrir lokaverkefni. Fyrir lok 3. annar meistaranáms skal liggja fyrir greinagerð og drög meistaranema að lokaverkefni, auk verkáætlunar, sem samþykkt hefur verið af matsnefnd viðkomandi deildar. Nemanda gefst færi til að sækja um endurfyrirlagningu áætlunar um lokaverk til matsnefndar öðru sinni innan tveggja vikna frá þeirri fyrri en verði henni synjað öðru sinni er nemanda vísað frá lokaverki það misserið.

Í námsbrautinni sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf gildir það fyrirkomulag að umsjónarkennarar (mentorar)  meta nám nemenda með reglubundnum hætti og meta stöðu þeirra með tilliti til námsframvindu og undirbúnings fyrir lokaverkefni.

Mat á lokaverkefni er í höndum sérfróðs utanaðkomandi prófdómara, eða dómnefndar sem samanstendur af a.m.k. tveimur sérfróðum og utanaðkomandi aðilum.

Rektor skipar prófdómara eða dómnefnd að fenginni tillögu viðkomandi deildarforseta eða deildarráðs. Gefnar eru út sérstakar reglur um störf dómnefnda og prófdómara. Hafi nemendur athugasemdir við framkvæmd matsins geta þeir óskað eftir skýringum í skriflegu erindi til viðkomandi deildarforseta.

Nemendur sem ekki una niðurstöðu dómnefndar geta sent skriflegar og rökstuddar athugasemdir í undirrituðu bréfi til deildarforseta innan fimm daga frá því að einkunn er birt og óskað eftir að nefndin endurskoði úrskurð sinn. Skólinn skal svara athugasemdum nemandans innan tíu daga eftir að þær berast. Eftir það eru niðurstöður prófdómenda endanlegar.

Um lokaverkefni og meistaravarnir gilda sérstakar leiðbeiningar fyrir hverja námsbraut.