Veigar Ölnir Gunnarsson
BA Myndlist 2017
veigarolnir [at] gmail.com

Titill verksins, „Þetta rennur allt í gegnum okkur“ eða „This goes through us alI“ er tenging við þá 150 milljón lítra af andrúms-lofti sem renna í gegnum verkið á meðan sýningu stendur. Þeir aðstoða við ris og fall verksins endurtekið allan daginn og mynda þannig grunnstef þess, hreyfinguna og endurtekningu hennar.

Hæð, lægð og aftur hæð og aftur lægð og svo aftur.

Virknin í verkinu og efnisnotkunin standa saman á mörkum þess líkamlega og tæknilega. Með tölvustýringu hermir það á sinn brösuglega hátt eftir þessari líkamlegu og andlegu hreyfingu.
Hægt er að setja þessa hreyfingu verksins í mismunandi samhengi og þannig finna fyrir því að hún virðist vera ákveðinn fasti í veröldinni.
Á meðan sýningartíma stendur mun sama magn af andrúmslofti og ég hef andað að mér hingað til renna í gegnum verkið. Með það í huga og einlæga trú mína á endurtekninguna og mátt hennar til þess að rísa ofar orðum reyni ég að nálgast þá staðreynd að allt þenst út og fellur svo saman að lokum.