Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku
Mig langaði að tjá þá byrði sem nakinn kvenlíkami þarf að bera, sérstaklega þegar þú reynir að tjá tilfinningar með húð og nekt. Ég vil að fólk upplifi þessa lærðu vandræðalegu tilfinningu þegar það horfir á nakinn kvenlíkamann. Ljótar hugsanir sem kvikna í höfði fólks um leið og það sér konuna er eitthvað sem ég vil beina kastljósinu að til þess að fólk geti gripið sjálft sig að því að hugsa þessa hluti og velt því fyrir sér hvers vegna þeim líður eins og þeim líður. Er það raunveruleg tilfinning sem á rætur sínar að rekja til þinnar eigin sálar eða er það eitthvað sem samfélagið hefur kennt þér að finnast um manneskjur sem eru einfaldlega að sýna húð sína? Flíkurnar eru þröngar og óþæginlegar og standa fyrir allt það sem heldur aftur af okkur sem konur. Á sama tíma sýna fötin brjóst, læri, mjaðmir og mitti konunnar og tákna þannig uppreisn gegn ljótleikanum sem okkur hefur verið kennt að hlutgera þegar við horfum á konu í sínu eigin skinni.

I wanted to express the burden of baring a female body especially when you try to show emotion through skin and nudity. I want people to feel that awkward feeling they have been taught to feel when seeing a naked female body. The ugly things that cross people’s mind immediately when seeing a woman is something, I want to highlight so people can catch themselves in the thought process and reflect on why they are thinking this way. Is it a true feeling from your soul or is it something society has taught you to feel towards a group of human beings simply baring their own skin? The tightness and discomfort of the clothes represents everything that holds us back as women at the same time the clothes show the breasts, thighs, hips and the waist of the woman as a symbol of rebellion against the ugliness we have been taught to think when we see a woman in her skin