Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Edda Sigurlaug Ragnarsdóttir

Edda Sigurlaug Ragnarsdóttir útskrifast með meistaragráðu og kennsluréttindi frá listkennsludeild haustið 2024.

 

„Hann er bara vondur“

Hvaða verkferlar geta stutt leikskólakennara hvað varðar alvarlega hegðunarerfiðleika?

 

Hegðunarerfiðleikar leikskólabarna eru veruleg áskorun fyrir bæði kennara og börnin sjálf sem upplifa þá. Hegðunarerfiðleikar geta stafað af blöndu af líffræðilegum, taugafræðilegum, félagslegum og tilfinningalegum þáttum. Einkenni eins og ADHD, hegðunarröskun (e. conduct disorder), mótþróaþrjóskuröskun (e. oppositional defiant disorder) og einhverfa geta haft áhrif á hegðun barns. Á sama hátt geta félagslegir eða tilfinningalegir erfiðleikar, þar með talið vandamál sem eiga rætur í heimilisumhverfi eða uppeldi barnsins verið áhrifaþættir. Hegðunarerfiðleikar geta hindrað hæfni barns til að mynda félagsleg tengsl og aftrað þátttöku þess í leik og námi.

Starfendarannsóknin sem hér verður sagt frá fór fram í einum leikskóla í Reykjavík. Markmið hennar var að finna leiðir til þess að bregðast við erfiða hegðun barna og efla vellíðan þeirra. Gagnaöflun var formi dagbókarfærsla sem voru nýttar til að geta greint og túlkað fyrri upplifanir úr leikskólastarfinu og leita að lausnum við krefjandi hegðun leikskólabarna. Fræðilegra heimilda var aflað úr ritrýndum tímaritum, lögum og reglugerðum um leikskólastarf og fræðibókum sem fjalla um kennslu, uppeldi og sálfræði.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennurum sé kleift að draga úr hegðunarerfiðleikum barna með því að leggja markvissa áherslu á vellíðan og tilfinningagreind og auk þess að huga að grunnþörfum barnanna. Með viðeigandi fræðslu, stuðningi, leiðandi uppeldi, þolinmæði, kærleika og skilningi er möguleiki að draga úr krefjandi hegðun leikskólabarna og bæta vellíðan þeirra í leiðinni.

 

Leiðbeinandi: Anna Gréta Guðmundsdóttir
20 ECTS M.Ed.
2024