Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuHöskuldur Eiríksson útskrifast með meistaragráðu og kennsluréttindi frá listkennsludeild vorið 2024.
Í þessu verkefni eru skoðaðar leiðir til að nota tölvuleiki í tónmenntakennslu og hvort áhugi grunnskólabarna á tölvuleikjum sé gagnlegur til að auka áhuga á tónlist í gegnum miðill sem þau þekkja og nýta sér mörg til gamans. Þá verður líka kannað hvort þessi nálgun geti auðveldað kennurum og nemendum að nálgast spuna og sköpun.
Tilraunir voru framkvæmdar í Fellaskóla í maí 2021. Nemendunum var skipt í fjóra
tveggja manna hópa. Tilraunin var framkvæmd þrisvar sinnum með vikubili. Markmið
tilraunarinnar er fyrst og fremst að kanna möguleikann á að hægt sé að nýta sér tölvuleiki til að kenna frjálsan spuna í tónlistarlegur samhengi.Tilraunin felur í sér að tölvuleikir eru notaðir eins og grafísk nótnaskrift með því að fá nemendur til að spinna tónverk byggt á tölvuleik sem annar nemandi spilar. Markmið tilraunarinnar er að nemendur taki þátt í frjálsum tónlistarspuna með lítilli innlögn eða leiðbeiningum. Frammistaða þátttakenda og viðhorf voru rannsökuð með athugun og spurningalista sem einnig er ætlaður til að skoða hvort vísbendingar séu um að nemendur komist í flæðiástand við þátttöku í.
Leiðbeinandi: Ólafur Schram
20 ECTS M.Art.Ed.