Kveikjan að heiminum sem mig langaði að skapa með lúkkunum mínum lá í uppáhalds illmennabúningunum mínum úr vel völdum bíómyndum. Ég vildi koma til skila einhverri illsku í lúkkunum mínum en halda í ‘camp’-ið sem einkennir oft búninga illmenna og sækja í húmorinn í gegnum ferlið. Ég vann einnig með tilvísanir í miðaldaklæðnað og skoðaði þar höfuðklæði og snið á ermum, sem oft voru í bútum og bundnar saman og raufar í bútunum svo ermi undirkjóla flæddi út á milli skrautlegra yfirkjólaerma. Ég vann mikið með óhefðbundin efni fyrir fatnað, svo sem gardínur, en blandaði inn hefðbundnari efnum, nælonsokkum og jakkafatabuxum, til þess að ná fram jafnvægi í silhouettum og tilfinningu. Ýktar og létt fáránlegar flíkur urðu til í ferlinu sem tala inn í heim illmennanna og feta línuna á milli búninga og tísku.
Ljósmyndari / Photographer: Konráð Kárason Þormar
Leikstjórn / Direction: Hulda Kristín Hauksdóttir
Aðstoðarleikstjórn og framleiðsla / Assistant direction and Production: Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Fyrirsæta / Model: Ragnheiður Helga Guðjónsdóttir
Lýsing / Lighting: Óskar Þorri Hörpuson
Förðun / Makeup: Silvía Rún Hálfdánardóttir
Aðstoð á setti / Production Assistant: Kristrún Rut H. Antonsdóttir