Línan dró innblástur frá verkefninu sjálfu, Misbrigði, eða hugmyndinni um hringrás. Uppistaða rannsóknarvinnunar kviknaði út frá setningunni “Að jörðu skaltu aftur verða” sem táknmynd hringrásar og þá einna helst niðurbrots. Rannsóknin teygðist yfir í niðurbrot á mannvirkjum sem varð táknmynd fyrir megin aðferðafræði línunnar. Hún varpar því ljósi á náttúrulegt niðurbrot á manngerðri uppbyggingu. Strúktúr fllíkanna sýna uppbyggingu og afmyndun bæði í textíl og hönnun. Í grunninn má sjá sterka byggingu unnið í leður, þétt ofin bómullarefni og gallaefni. Niðurbrot fatnaðarins er hinsvegar séður í mjúkum textíl eins og þæfðri ull, ullargarni og bómul sem var notað til að afmynda flíkurnar.
Myndataka: Sigríður Hermannsdóttir
Módel: Erna Lilja
Förðun: MUA Kalli
Hár: Birna Magnea
PA: Hulda Kristín Hauksdóttir