Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Matthías Helgi Sigurðsson, BA rytmísk söng og hljóðfærakennsla

05.05.24 – kl.15:00
Gróska, fundarsalur

Matthías Helgi Sigurðsson
BA rytmísk söng og hljóðfærakennsla

Flytjendur
Matthías Helgi Sigurðarson, gítar
Friðrik Örn Sigþórsson, bassi
Þorvaldur Kári Ingveldarson, trommur

Matthías Helgi Sigurðsson
Matthías Helgi hefur lokið framhaldsprófi í bæði klassískum og rytmískum gítarleik í Tónlistarskóla Garðabæjar. Þar tók hann þátt í ýmsum samspilum og masterklössum auk þess sem hann var í Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann hefur einnig tekið að sér kennslu þar undanfarin þrjú ár samhliða námi sínu í Listaháskólanum. Matthías hefur tekið þátt í fjölda verkefna á vegum Listaháskólans en einnig utan skólans. Þar á meðal tók hann þátt í að skipuleggja Rökkvuna, nýja listahátíð á vegum Garðabæjar.