Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku02.05.24 – kl.16:00
Gróska, fundarsalur
Svava Rún Steingrímsdóttir
BA skapandi tónlistarmiðlun
Útskriftarverkefni Svövu Rúnar er tónlistarsmiðja með barnakór tónlistarskóla Ísafjarðar. Tónlistarsmiðjan er hugsuð sem vettvangur fyrir börn til að efla tónlistarkunnáttu, sjálfstraust og sköpunargleði í tónlist. Markmið verkefnisins er að semja tónverk þar sem börn fá tækifæri til að semja sjálf.
Svava Rún Steingrímsdóttir
Svava Rún Steingrímsdóttir hóf tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Ísafirði árið 2008. frá árunum 2011-2017 stundaði Svava nám á fiðlu og lauk grunnprófi. Árið 2015 hóf Svava söngnám og lauk grunnprófi í Klassískum söng og svo miðprófi í Rythmískum söng árið 2021.
Haustið 2021 hóf Svava bakkalárnám í Skapandi Tónlistarmiðlun með söng sem aðalhljóðfæri.
Svava hefur lært Rythmískan söng hjá Kristjönu Stefánsdóttir ásamt Söngleikja söng hjá Ryan Driscoll. Svava er mikill kórunnandi og var lengi í stúlknakór tónlistarskóla Ísafjarðar en hefur síðan 2022 sungið með kórnum Graduale Nobili í Langholtskirkju. Í gegn um tíðina hefur Svava tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á sviði tónlistar, eins og Korda Samfónía, Sendum tónlist út í geim og Upptaktinum ásamt fleiri verkefnum.