Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Þórhildur Hólmgeirsdóttir, BA hljóðfæraleikur

17.05.24 – kl.20:00
Dynjandi

Þórhildur Hólmgeirsdóttir
BA hljóðfæraleikur

Flytjendur
Þórhildur Hólmgeirsdóttir, píanó
Edda Oskars, klarinett

Þórhildur Hólmgeirsdóttir
Þórhildur Hólmgeirsdóttir ólst upp í Stykkishólmi og nam þar píanóleik hjá föður sínum, Hólmgeiri Sturlu Þórsteinssyni frá 7 ára aldri þar til hún fór í Menntaskólann á Akureyri 16 ára gömul. Kennari hennar á tónlistarbraut í MA var Þórarinn Stefánsson. Eftir framhaldspróf og útskrift við Tónlistarskólann á Akureyri hóf hún nám í Listaháskóla Íslands undir leiðslu Peter Máté og Eddu Erlendsdóttur.
Þórhildur hefur tekið þátt í mörgum námskeiðum og verkefnum í Listaháskólanum. Þar má nefna Crossing Keyboards þar sem hún spilaði á tónleikum í Eistlandi, Lettlandi, Finnlandi og Svíþjóð. Þórhildur hefur einnig sótt masterklassa hjá gestakennurum sem heimsótt hafa LHÍ.
Þórhildur stefnir nú á áframhaldandi nám í tónlist þar sem hún leggur áherslu á leikhús og söngleikjatónlist.