Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á Íslensku12.05.24 – kl.20:00
FÍH
Tumi Árnason
BA hljóðfæratónsmíðar
Flytjendur
Birgir Steinn Theodórsson, kontrabassi
Björg Brjánsdóttir, flautur
Björgvin Ragnar Hjálmarsson, saxófónar
Eiríkur Orri Ólafsson, trompet
Hjalti Nordal, fiðla
Ingi Garðar Erlendsson, básúna
Ingibjörg Elsa Turchi, rafbassi
John McCowen, kontrabassaklarinett
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Matthías Hemstock, trommur
Sölvi Kolbeinsson, alt saxófónn
Tumi Árnason, tenór saxófónn
Tumi Torfason, trompet
Verkið er fyrir tvær rytmasveitir og blandaðan hóp spunatónlistarfólks.
Tumi Árnason
Tumi Árnason er hljóðfæraleikari og tónskáld. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, leikið inn á fjölda hljómplatna, samið tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús, tekið þátt í myndlistarverkum og gjörningum, og spilað á viðburðum þar sem mörk hljómlistarinnar eru könnuð. Út hafa komið tvær breiðskífur með dúói hans og Magnúsar Trygvasonar Eliassen, nú síðast „Gleypir tígur gleypir ljón“ haustið 2023, en platan var valin jazzplata ársins í Morgunblaðinu. Tumi hlaut verðlaun fyrir tónsmíð ársins í jazzflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2022 fyrir plötu sína Hlýnun.