Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku
Leiðsögn fyrir nemendur LHÍ um sýninguna
ÁBATI – hugleiðing um efni 
Slökkvistöðin í Gufunesi
Miðvikudagur 13.nóvember kl 18:00
Helgi Vignir Bragason myndlistarmaður og Birta Fróðadóttir sýningarstjóri munu leiða nemendur um sýninguna og mun Helgi segja frá ferðum sínum um framkvæmdasvæði nýja landspítala við Hringbraut og hugleiðingum sínum og myndum af þessari stærstu byggingarframkvæmd íslandssögunnar. Einnig mun Óskar Örn Arnórsson segja frá starfsemi sýningarrýmisins Slökkvistöðvarinnar í Gufunesi.

Á sýningunni Ábati: hugleiðing um efni fjallar Helgi Vignir Bragason um flókna og umdeilda ríkisframkvæmd í óteljandi lögum. Helgi myndar byggingarnar á framkvæmdatíma þegar verk liggja niðri og fangar þannig tilurð byggingar og aðdráttaraflið sem felst í augnablikinu þegar allt er hljótt og rykið sest. Við sjáum djúpt inn í óravíddir mannvirkisins. Ljósmyndavélin fangar hrá yfirborð, flækta taugaenda og marglaga strúktúra.

Slökkvistöðin er sjálfstætt sýningar- og viðburðarými fyrir arkitekta og áhugafólk um arkitektúr og rýmislist, til húsa í slökkvistöð fyrrum Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi.

Aðrir viðburðir

: ?>