Föstudagsfyrirlestrarröð tónlistardeildar, Þverholti 11, Fyrirlestrarsalur A

Andrea Otte Institute for Learning, University of Greenland:

Að sviðsetja Inúíta þjóð - tónlist, vald og staður á Grænlandi
Performing an Inuit Nation - Music, power and place in Greenland
(english below)
 
Vitundarvakning sú sem átti sér stað á áttunda áratug síðustu aldar, og er stundum nefnd Grænlandsvæðingin, hafði mikil áhrif á þróun allrar orðræðu sem snýr að sjálfsmynd þjóðarinnar og umræðum um sjálfsforræði hennar. Enn sér þess merki og er sjálfsmynd og sjálfsvitund Grænlendinga samofin og nátengd menningararfi Inúíta.
Dægurtónlist, eins og hún er flutt af hinni þekktu rokkhljómsveit Sume, er viðukennd sem einn helsti boðberi þeirrar þróunar sem mótað hefur þjóðernislega sjálfsmynd og sjálfsvitund Grænlendinga á okkar tímum.
Í fyrirlestrinum er leitast við að lýsa þeim breytingum sem urðu vegna áhrifa grænlenskrar dægurtónlistar áttunda áratugarins, hvaða áhrif hennar lifa enn þann dag í dag og hvernig ungir tónlistarmenn samtímans hafa tekist á við þau.
Andreas Otte er aðstoðarprófessor við Háskólann á Grænlandi á sviði menntavísinda. Hann lauk meistara- og doktorsprófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn bæði á sviði tónlistar og sviði rannsókna á stöðu minnihlutahópa. Rannsóknir hans beinast að hugtökum og hugmyndum sem tengjast hnattvæðingu, þjóðernishyggju, frjálslyndi og því sem hann kallar “sviðssetningu staða eða þjóða”
 
The Greenlandification in the 1970’s marked a major turn in the hegemonic identity discourse in Greenland. This turn remains dominant to this day, where Greenlandic identity is closely tied to Inuit identity. Popular music, as performed by the legendary rock band Sume, is widely recognized as the main mediator of this shift towards ethnic identity. Through a Foucauldian analytical perspective and a short history of Greenlandic music, this presentation aims to illustrate how discursive change was implemented though use of Greenlandic popular music in the 1970s, how it is sustained in the music scene today, and how it has been challenged by younger generations of popular music artists.
Andreas Otte is an Assistant Professor at the Institute for Learning, University of Greenland. He earned both his Master’s degree and Ph.D. degree from University of Copenhagen at respectively Musicology and Minority Studies. Andreas Otte’s regional interest lies within Greenland and the North Atlantic. Theoretically his music research is concerned with concepts such as globalization, nationalism, cosmopolitanism and performance of place. Apart from his academic interest in the Greenlandic music scene, Andreas Otte participates in this scene as both a fan and as a musician.