Útgáfa ritsins 18 íslensk kórverk
Þriðjudaginn 19. september kl: 20:00 í Háteigskirkju
 
Þriðjudagskvöldið 19.September klukkan 20:00, bíður tónlistarútgáfan Alvör til útgáfuviðburðar í Háteigskirkju. Tilefnið er útkoma nýjustu afurðar Alvarar, ritsins 18 íslensk kórverk sem ber að geyma ný íslensk kórverk eftir 6 ung og upprennandi tónskáld, samin á árunum 2014-2017.
Haldin verður stutt tala um útgáfuna og verkin sem í henni leynast og mun Kammerkór Alvarar syngja valin verk úr heftinu undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Markmið útgáfu þessa rits er að bæta í flóru íslenskrar kórtónlistar og verða fyrstu 100 eintök 18 íslenskra kórverka gefin kórstjórum og organistum á íslandi í von um að þau muni nýtast vel í leik og starfi

Eftirfarandi tónskáld eiga verk í heftinu:
- Sigurður Árni Jónsson
- Steinar Loga Helgason
- Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir
- Þorgrímur Þorsteinsson
- Þorvaldur Örn Davíðsson
- Örn Ýmir Arason

Alvör var stofuð á vormánuðum 2015. Markmið útgáfunnar er að vera skapandi vettvangur ungra íslenskra tónskálda og flytjenda. Alvör stendur fyrir viðburðum með nýrri íslenskri tónlist og útgáfu hennar; á nótnaformi og í hljóð- og myndritum.

Aðgangur er ókeypis