Útskriftartónleikar Ara Hálfdáns Aðalgeirssonar fara fram þriðjudaginn 8. maí klukkan 18 í Salnum í Kópavogi. Aðgangur ókeypis - allir velkomnir.

Á efnisskrá eru þrjú verk eftir Ara sem útskrifast úr tónsmíðum nú í vor frá tónlistardeild LHÍ. Fram koma Kristín Þóra Pétursdóttir, klarinett, Kjartan Jósefsson Ognibene, píanó, Skúli Þór Jónasson, selló, Grímur Helgason, klarinett, Svanur Vilbergsson, gítar, Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta og Romain Þór Denuit – píanó

Ari er fæddur 1988 í Reykjavík, fór að læra á píanó sex ára hjá Bjargeyju Þrúði Ingólfsdóttur og lærði hjá henni í 7 ár. Tók síðan upp þráðinn í tónlistarnáminu í LHÍ, en áhuginn á tónsmíðum hafði aukist jafnt og þétt á kostnað fingrafimi í millitíðinni. Aðalkennarar Ara hafa verið Atli Ingólfsson og Hróðmar I. Sigurbjörnsson.

Efnisskrá:

  • Velir

Kristín Þóra Pétursdóttir – klarinett
Kjartan Jósefsson Ognibene – píanó 
Skúli Þór Jónasson – selló

  • Náttfylla

Grímur Helgason – klarinett
Svanur Vilbergsson – gítar

  • Aría fimmtán

Sigríður Hjördís Indriðadóttir – þverflauta
Romain Þór Denuit – píanó

Ljósmynd: Leifur Wilberg