BiLokatónleikar Birgit Djupedal, mastersnema í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands, fara fram í Kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 16. maí klukkan 20. Á tónleikunum verða flutt ýmis verk sem Birgit hefur samið í mastersnáminu undir leiðsögn Hróðmars I. Sigurbjörnssonar. 

Verkin á tónleikunum eru af ýmsum toga; verk fyrir strengjakvartett, sópran og píanó,  langspil, symfón og norska þjóðlagahljóðfærið langeleik. Þar að auki verður frumflutt kammeróperan Kornið eftir Birgit við texta eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur. Í kammeróperunni leitast aðalpersónan eftir því að fá styrk til að vinna að verkefni sem hún kallar Kornið og þarf að sannfæra nefnd áhugalauss viðskiptafólks um ágæti þess.

Allir velkomnir í kirkju Óháða safnaðarins, 16. maí kl. 20.00. Aðgangur ókeypis.

Efnisskrá: 

  • Arbeids(stryk)musikk, kaflar 2 og 3
    Sofie Meyer, Inger-Maren Fjeldheim, Steina Kristín Ingólfsdóttir og Svetlana Veshagina
     
  • Þrjú lög fyrir sópran og píanó við ljóð eftir Reidar Djupedal
    María Sól Ingólfsdóttir og Mattias Martinez Carranza
     
  • Spil og leik
    Spilmenn Ríkínís (Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon, Ásta Sigríður Arnardóttir og Birgit Djupedal

    -hlé-
     

  • Kornið. Kammerópera í einum þætti. Libretto: Ingunn Lára Kristjánsdóttir
    Söngvarar: Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, Vera Hjördís Matsdóttir, Dagur Þorgrímsson og Magnús Már Björnsson
    Stjórnandi: Guðni Franzson

     

Birgit Dupedal á Soundcloud

Ljósmynd: Leifur Wilberg