Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 18-21 opnar sýning 3. árs nema í arkitektúr við Listaháskóla Íslands í Slökkvistöðinni. Þorlákshöfn stendur á tímamótum þar sem mikil uppbygging er fyrirhuguð í tengslum við stórtækar fjárfestingar í stóriðnaði. Nemar hafa skoðað og greint byggðina og eru verkefni þeirra fjölbreytt viðbrögð þeirrar greiningar.
Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni.
Sýning verður opin:
Opnun fimmtudag 21. nóvember kl. 18:00-21:00
Laugardag 23. nóvember kl. 12:00-16:00
Sunnudag 24. nóvember kl. 12:00-16:00
Staðsetning: Slökkvistöðin í Gufunesi
Leiðbeinendur: Anna Kristín Karlsdóttir og Jan Dobrowolski