EGILL SÆBJÖRNSSON:

SPÓLAÐ Í GEGNUM FERILINN Á GÍFURLEGRI FART - HÁDEGISFYRIRLESTUR.

Mánudaginn 18. September mun Egill Sæbjörnsson halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Með tilraunamennskuna í fyrirrúmi, blandar Egill saman tónlist, skúlptúr, myndbands vörpun og hreyfimyndagerð í bland við eigin gjörninga – ýmist í hlutverki látbragðsleikara, leikara, ræðumanns, tónlistarmanns eða söngvara – og skapar þannig skáldaðar rýmistengdar aðstæður. Venjulegir og hversdagslegir hlutir, hvort sem um er að ræða plastfötur, grófa steina, vegg eða handtöskur, lifna við í verkum Egils – verða leikrænni, ljóðrænni, leikglaðari – og draga þannig áhorfandann inn í undursamlegan heim þar sem hið raunverulega og hið ímyndaða tekst á.

Egill fór fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn í ár þar sem hann gekk til liðs við tröllin tvö sem urðu listamenn, Ūgh and Bõögâr, á sýningunni Out of Controll.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.