Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Frutiful Futures II

Verið velkomin á hönnunarsýninguna Fruitful Futures ii í Krónunni á Granda! Á meðan HönnunarMars stendur yfir hefur Krónan, það hefðbundna rými sem matvöruverslun er, fengið nýtt hlutverk sem sýningarrými. Meðal ávaxta og osta má finna fjölbreytt verkefni á borð við ferðalag fyrir börn, ætar umbúðir og stefnumót við matarsálfræðing.

Öll eiga þau þó sameiginlegt að snerta á nýsköpun og hönnun, sjálfbærni og endurnýtingu, nýjum sjónarhornum og getgátum. Sýningin Fruitful Futures ii er önnur sýning Krónunnar og samstarfsaðila á Hönnunarmars.

Nemendur í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands veltu fyrir sér framtíð matvöruverslana og skoðuðu á gagnrýninn hátt hvernig stafrænar tækninýjungar gætu umbreytt innkaupaferlinu á næstu öld. Síðar í áfanganum einblíndu nemendur á getgátuhönnun og framtíðina og skoðuðu hvernig hægt er að stýra hegðun neytenda í átt að sjálfbærni eða upplýstara vali.

Sýningin samanstendur af tveimur samstarfsverkefnum Krónunnar. Hið fyrra er Frískleikarnir, ferðalag fyrir yngri kynslóðina um ávaxta- og grænmetisdeildina, sköpuð af Studio Pluto og Brandenburg. Seinna samstarfið er með Listaháskóla Íslands, þar sem Krónan var aðalviðfangsefni áfanga í hönnunardeild LHÍ, vöruhönnunarnema á öðru ári. Í verkefnum nemenda er lögð áhersla á matvælakerfið, kerfislægar breytingar og getgátur um framtíðina.

Opnunarteiti 4. apríl milli kl. 21-22. Sýningin er opin á opnunartíma Krónunnar, 9-21 á meðan HönnunarMars stendur yfir.